top of page

UM MIG

Ég er kvæntur og þriggja barna faðir. Eiginkona mín er Elísabet Birgisdóttur, sjúkraþjálfari hjá Atlas Endurhæfingu, og börnin okkar þrjú eru: Tómas (f. 2005), Kolbrún (f. 2011) og Theódór (f. 2018).  Heimili okkar er að Svöluási 2 í Hafnarfirði.
Undanfarin þrjú ár hef ég starfað í eigin fjártæknifyrirtæki sem ég hef byggt upp ásamt meðstofnendum og er staðsett í London. Frá mars 2020 hef ég verið með starfsstöð hér á landi vegna ferðatakmarkana. Einnig hef ég starfað sem stjórnarformaður Provision ehf., en það fyrirtæki er heildverslun á sviði augnheilbrigðis ásamt því að reka tvær gleraugnaverslanir. Undanfarin ár hef ég auk þessa leitt uppbygingarstarf Klifurfélags Reykjavíkur sem formaður þess.

Himmi78mynd.jpeg
Um Mig copy: Bio

VIÐSKIPTAÞRÓUN

Ágúst 2020 - Núverandi

Kernel Edge Technologies Ltd (Bank Kernel) www.bankkernel.com

STJÓRNARFORMAÐUR

Október 2017 - núverandi

Provision ehf heildverslun á sviði augnheilbrigðis og Eyesland gleraugnaverslun - https://www.provision.is og https://eyesland.is

Um Mig copy: CV

​ÁHERSLUMÁL

Gerum góðan bæ betri!

IMG_6030.jpeg

​ÍÞRÓTTIR & TÓMSTUNDIR

Öflugt íþrótta- og tómstundastarf hefur verið rekið í Hafnarfirði um langt árabil. Mikilvægt er að efla áfram aðgang að fjölbreyttu íþrótta- og tómstundastarfi fyrir börn og unglinga. Jafnframt verður með skipulegum hætti að stuðla að aukinni þátttöku eldri bæjarbúa í tómstunda- og heilsueflandi íþróttastarfi. Fjölbreytt og öflugt íþrótta- og tómstundastarf er mikilvægur hlekkur í forvörnum á ýmsum sviðum. Því er mjög brýnt að bjóða upp á fjölbreyttar íþróttir, líkamsrækt og hreyfingu fyrir alla bæjarbúa á öllum æviskeiðum. Styðja þarf frjáls félög á sviði íþrótta- og tómstundastarfs til nýrra og fjölbreyttra verkefna og jafnframt er mikilvægt að efla samstarf á milli skóla og frjálsra félagasamtaka í bænum. Þannig má tryggja að samfella verði sem best í skóla-, íþrótta- og tómstundastarfi. Þá er mikilsvert að kynna bæjarbúum möguleika þeirra til útivistar við Hvaleyrarvatn,  á fjölmörgum og fjölbreyttum gönguleiðum í upplandi bæjarins og aðgengilegum göngustígum víðs vegar í bæjarfélaginu.

SKÓLAMÁL

Grunnþáttur í góðu bæjarfélagi er öflugt og skilvirkt skólastarf. Mikilvægt er  að halda áfram að forgangsraða í þágu menntunar til þess að tryggja að Hafnarfjörður sé ávallt í fremstu röð á sviði mennta og menningar. Leggja ber áherslu  á aðlaðandi vinnuumhverfi fyrir nemendur og starfsmenn skóla og leggja ber áherslu á að laða enn sem fyrr metnaðarfullt fagfólk til starfa á öllum skólastigum. Bjóða þarf upp á val um skóla fyrir börn, svo sem kostur er, og gefa þarf kennurum og skólastjórnendum kost á að nýta sér aukna tækni í kennsluháttum með sérstökum stuðningi til tækjakaupa og þekkingaröflunar. Í boði þarf að vera heildstæð þjónusta við börn frá eins árs aldri. Vinna þarf markvisst að þróun skólastarfs og stuðla að aukinni endur- og símenntun kennara, efla þarf sérfræðiþjónustu skólanna og bjóða þarf enn frekar upp á skipulögð úrræði fyrir unglinga, sem flosna upp frá námi. Þannig skapast fullnægjandi skilyrði og öryggi fyrir vellíðan barna og foreldra til þess að sinna námi og vinnu. Það er til hagsbóta fyrir fjölskylduna og samfélagið allt.

aslandsskoli-juni-2019-netupplausn-vefsida-2.jpg
FjármálHFN.jpg

​ÁBYRG FJÁRMÁL

Ábyrg fjármálastjórn er grundvöllur velferðar og framfara. Fagleg og markviss meðferð á skatttekjum bæjarins er lykillinn að því að geta enn frekar eflt fjölskylduvænt samfélag með þjónustu í fremstu röð. Markvisst viðhald mannvirkja í eigu bæjarins, útboð á þjónustu, aukin skilvirkni í rekstri og bætt skipulag undanfarin tvö kjörtímabil hafa stuðlað að stórbættri skuldastöðu og treyst enn frekar fjárhagslegar stoðir bæjarins. Þeim vinnubrögðum þarf að halda á lofti og fylgja vel eftir. Sterk fjárhagsstaða býður upp á stöðugleika og tækifæri til að efla þjónustu við íbúa og fyrirtæki í bænum ásamt því að leggja grunn að mögulegri lækkun á álögum. Forsenda þess að markmiðum um bætta þjónustu og lægri álögur á íbúa verði náð fram er að rekstur bæjarfélagsins sé í traustum höndum. Mikilvægt er að saman fari hagsýni, ráðdeild, hófsemd í skattaálögum og áframhaldandi ábyrg fjármálastjórn, sem stuðlar enn frekar að uppgangi í Hafnarfirði.

Um Mig copy: Issues
Um Mig copy: Pro Gallery
bottom of page