top of page
FjármálHFN.jpg

ABYRG FJÁRMÁL

Sjálfbær rekstur

Ábyrg fjármálastjórn er grundvöllur velferðar og framfara. Fagleg og markviss meðferð á skatttekjum bæjarins er lykillinn að því að geta enn frekar eflt fjölskylduvænt samfélag með þjónustu í fremstu röð. Markvisst viðhald mannvirkja í eigu bæjarins, útboð á þjónustu, aukin skilvirkni í rekstri og bætt skipulag undanfarin tvö kjörtímabil hafa stuðlað að stórbættri skuldastöðu og treyst enn frekar fjárhagslegar stoðir bæjarins. Þeim vinnubrögðum þarf að halda á lofti og fylgja vel eftir. Sterk fjárhagsstaða býður upp á stöðugleika og tækifæri til að efla þjónustu við íbúa og fyrirtæki í bænum ásamt því að leggja grunn að mögulegri lækkun á álögum. Forsenda þess að markmiðum um bætta þjónustu og lægri álögur á íbúa verði náð fram er að rekstur bæjarfélagsins sé í traustum höndum. Mikilvægt er að saman fari hagsýni, ráðdeild, hófsemd í skattaálögum og áframhaldandi ábyrg fjármálastjórn, sem stuðlar enn frekar að uppgangi í Hafnarfirði.

Abyrg fjármál: Issues
bottom of page