top of page

UM MIG

Ég er kvæntur og þriggja barna faðir. Eiginkona mín er Elísabet Birgisdóttir, sjúkraþjálfari hjá Atlas Endurhæfingu, og eigum við saman þrjú börn: Tómas (f. 2005), Kolbrún (f. 2011) og Theódór (f. 2018). Fjölskyldan hefur átt heimili í Hafnarfirði síðan 2005 og búum við að Svöluási 2.

Starfsferill minn hefur alla tíð snúist um uppbyggingu, ábyrgð og rekstur. Um árabil starfaði ég við frumkvöðlastarf og fjártækni, meðal annars við uppbyggingu alþjóðlegs fjártæknifyrirtækis með starfsemi bæði erlendis og hér heima. Samhliða því hef ég gegnt stjórnarformennsku hjá Provision ehf., fyrirtæki á sviði augnheilbrigðis sem rekur bæði heildverslun og smásölu.

Ég hef einnig verið virkur í félags- og íþróttastarfi og leitt uppbyggingarstarf Klifurfélags Reykjavíkur sem formaður. Í dag starfa ég sem framkvæmdastjóri Fimleikafélagsins Björk, þar sem áhersla mín er á öflugt barna- og ungmennastarf, faglegan rekstur og skýra forgangsröðun í þágu iðkenda og fjölskyldna þeirra.

Reynsla mín úr rekstri, stjórnun og grasrótarstarfi hefur mótað sterka sýn á hvernig sveitarfélag getur veitt góða grunnþjónustu, stutt við samfélagið og byggt framtíðina á traustum grunni.

Hilmar_2026_frambod.jpeg

FRAMKVÆMDASTJÓRI

Nóvember 2023 - Núverandi

Fimleikafélagið Björk - www.fbjork.is

STJÓRNARFORMAÐUR

Október 2017 - núverandi

Provision ehf heildverslun á sviði augnheilbrigðis og Eyesland gleraugnaverslun - https://www.provision.is og https://eyesland.is

MY F6S PROFILE

Hilmar Ingimundarson

F6S is the leading growth company community. It delivers billions in growth to more than 4 million company founders and their companies - along with most global corporates, governments and programs in the global startup ecosystem

  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn
  • Instagram
  • YouTube
  • YouTube
  • Tumblr

©2022 by Hilmar Ingimundarson. Proudly created with Wix.com

bottom of page