top of page
CK4A7905 AA x30_edited_edited.jpg

UM MIG

  • Barnsskónum sleit ég í Garðabænum, en síðan 2005 hefur Hafnarfjörður, heimabær eiginkonu minnar, einnig verið minn heimabær. Hér hef ég byggt upp heimili ásamt fjölskyldu minni og lagt mig fram um að taka virkan þátt í samfélaginu.

  • Ég er kvæntur og þriggja barna faðir. Eiginkona mín er Elísabet Birgisdóttir, sjúkraþjálfari og eigum við saman þrjú börn: Tómas (f. 2005), Kolbrúnu (f. 2011) og Theódór (f. 2018).

  • Starfsreynsla mín spannar rekstur, frumkvöðlastarf og félagslega uppbyggingu. Eftir að háskólanámi lauk starfaði ég um árabil hjá Borgun hf., vann í framhaldi af því með framsæknu fólki að uppbyggingu fjártæknifyrirtækis með alþjóðlega starfsemi, þar sem ég sit nú í stjórn, og jafnframt hef ég einnig á hendi stjórnarformennsku hjá Provision ehf. auk þess að leiða uppbyggingarstarf Klifurfélags Reykjavíkur sem formaður. Síðastliðin 2 ár hef ég starfað sem framkvæmdastjóri Fimleikafélagsins Björk, en þar vinn ég með traustum og fjölmennum hópi að öflugu barna- og ungmennastarfi, þar sem áhersla er lögð á faglegan rekstur og skýra forgangsröðun í þágu samfélagsins.

Ég óska eftir stuðningi þínum í 3. sæti

_46A6063-5.jpg
auglysing-profkjor.jpg

HAFÐU SAMBAND

Svöluás 2, 221 Hafnarfjörður

8636566

Takk fyrir ábendinguna!

Subscribe Form

Stay up to date

Thanks for submitting!

  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn
  • Instagram
  • YouTube
  • YouTube
  • Tumblr

©2022 by Hilmar Ingimundarson. Proudly created with Wix.com

bottom of page