top of page

FJÖLSKYLDUMÁL
Samfélagið byggt utan um fólkið
Sterkt samfélag byggist á sterkum fjölskyldum. Allar ákvarðanir sveitarfélagsins þurfa að taka mið af því hvernig þær snerta daglegt líf fólks, hvort sem um ræðir skipulag, skóla, þjónustu eða samgöngur. Ég vil bæ þar sem auðvelt er að samræma vinnu, fjölskyldulíf og frístundir, með skýrri þjónustu og aðgengilegum úrræðum.
Í anda borgarlegra gilda tel ég að sveitarfélagið eigi ekki að stýra fjölskyldulífi, heldur skapa ramma sem gerir fjölskyldum kleift að blómstra af eigin krafti. Með snemmtækum stuðningi, ráðgjöf og öflugri grunnþjónustu styðjum við fólk án þess að grafa undan sjálfstæði þess.
bottom of page