top of page

SKÓLAMÁL
Menntun sem jafnar tækifæri
Góð menntun er forsenda jafnra tækifæra, sjálfstæðis einstaklinga og framtíðar samkeppnishæfni samfélagsins. Ég vil að Hafnarfjörður sé í fremstu röð þegar kemur að fagmennsku, nýsköpun og vellíðan í skólum.
Borgarleg sýn í skólamálum snýst um að sameina frelsi og ábyrgð: treysta fagfólki, gefa skólum svigrúm til að þróast, en krefjast jafnframt árangurs, gagnsæis og stöðugra umbóta. Með snemmtækum stuðningi, öflugri sérfræðiþjónustu og virku samstarfi við foreldra tryggjum við að enginn verði skilinn eftir.
bottom of page