top of page
aslandsskoli-juni-2019-netupplausn-vefsida-2.jpg

SKÓLAMÁL

Hlúum að framtíðinni

Grunnþáttur í góðu bæjarfélagi er öflugt og skilvirkt skólastarf. Mikilvægt er  að halda áfram að forgangsraða í þágu menntunar til þess að tryggja að Hafnarfjörður sé ávallt í fremstu röð á sviði mennta og menningar. Leggja ber áherslu  á aðlaðandi vinnuumhverfi fyrir nemendur og starfsmenn skóla og leggja ber áherslu á að laða enn sem fyrr metnaðarfullt fagfólk til starfa á öllum skólastigum. Bjóða þarf upp á val um skóla fyrir börn, svo sem kostur er, og gefa þarf kennurum og skólastjórnendum kost á að nýta sér aukna tækni í kennsluháttum með sérstökum stuðningi til tækjakaupa og þekkingaröflunar. Í boði þarf að vera heildstæð þjónusta við börn frá eins árs aldri. Vinna þarf markvisst að þróun skólastarfs og stuðla að aukinni endur- og símenntun kennara, efla þarf sérfræðiþjónustu skólanna og bjóða þarf enn frekar upp á skipulögð úrræði fyrir unglinga, sem flosna upp frá námi. Þannig skapast fullnægjandi skilyrði og öryggi fyrir vellíðan barna og foreldra til þess að sinna námi og vinnu. Það er til hagsbóta fyrir fjölskylduna og samfélagið allt.

Skólamál: Issues
bottom of page