top of page

ABYRG FJÁRMÁL
Grundvöllur frelsis og þjónustu
Ábyrg fjármálastjórn er ekki tæknilegt atriði heldur siðferðilegt grundvallarmál. Skattpeningar bæjarbúa eru ekki eign kerfisins heldur fólksins sem aflar þeirra. Ég vil reka Hafnarfjörð með festu, gagnsæi og skýrri forgangsröðun þar sem grunnþjónusta gengur fyrir.
Sterk fjárhagsstaða gerir okkur kleift að halda álögum í hófi, fjárfesta í innviðum og tryggja stöðugleika til framtíðar. Frelsi án ábyrgðar leiðir til óstöðugleika, en ábyrgð án frelsis til stöðnunar – jafnvægið þar á milli er lykillinn.
bottom of page