top of page

ÍÞRÓTTIR & TÓMSTUNDIR
Forvarnir, heilsa og samfélag
Íþrótta- og tómstundastarf er ein besta fjárfesting samfélagsins í heilsu, vellíðan og félagslegri samheldni. Ég vil tryggja að allir, óháð aldri eða efnahag, hafi raunverulegt aðgengi að hreyfingu, útivist og félagsstarfi.
Í borgarlegu samfélagi gegna frjáls félög lykilhlutverki. Hlutverk bæjarins er að styðja þau með aðstöðu, sanngjörnu rekstrarumhverfi og samstarfi, en ekki að taka starf þeirra yfir. Sterkt íþróttalíf er ekki aðeins afþreying – það er burðarstoð lýðheilsu og forvarna.
bottom of page