top of page
IMG_6149.jpeg

FJÖLSKYLDUMÁL

Hlúum að barnafólki

Mikilvægt er að leggja hagsmuni fjölskyldunnar til grundvallar, þegar ákvörðun er tekin um uppbygingu bæjarsamfélagsins. Því er brýnt að haga ákvörðunum í bæjarstjórn á öllum sviðum þannig, að fjölskyldunni sé gert kleift að dafna og þroskast við bestu skilyrði. Æskilegt væri að Hafnarfjarðarbær stæði fyrir og skipulegði með reglubundum hætti fræðslunámskeið, sem ætlað er að efla skilning á eðli og hlutverki fjölskyldunnar á mismunandi æviskeiðum. Bjóða þarf upp á fjölskylduráðgjöf í samvinnu við Heilsugæslu Hafnarfjarðar og vinna þarf áfram að eflingu heimilishjálpar og heimahjúkrunar í samvinnu við Heilsugæslu Hafnarfjarðar með það að markmiði að auðvelda fólki að dvelja á eigin heimili.

Fjölskyldumál: Project
bottom of page