top of page

UMHVERFISMÁL
Vernd með raunhæfum lausnum
Umhverfismál snúast ekki aðeins um náttúruvernd heldur einnig skipulag, samgöngur, úrgangsmál og lífsgæði. Ég vil vernda náttúru Hafnarfjarðar með skynsamlegu skipulagi, góðri úrgangsstjórnun og ábyrgri nýtingu lands.
Í anda borgarlegra gilda tel ég að umhverfisvernd eigi að byggjast á samstarfi við íbúa og fyrirtæki, ekki einhliða boðum og bönnum. Sjálfbærni næst best þegar fólk og atvinnulíf eru hluti lausnarinnar – ekki aðeins viðfang reglusetningar.
bottom of page